128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 23:01 Rickie Fowler hélt metinu í 22 mínútu Getty Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023 Opna bandaríska Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fowler var þó ekki lengi í paradís því aðeins 22 mínútum seinni kláraði landi hans Xander Schauffele völlinn á nákvæmlega sama skori. Þetta er aðeins í þriðja skipti í sögunni sem kylfingur klárar völlinn á 62 höggum í stórmóti. Það gerðist í fyrsta sinn árið 2017 þegar Brendan Grace frá S-Afríku náði sama árangri á Opna meistaramótinu á Royal Birkdale. Að slíkt hið sama gerist tvisvar á sama mótinu með 22 mínútna millibili verður að teljast ansi magnað. Rickie setti í leiðinni annað US Open met, sem hann á einn og óstuddur, en hann náði tíu fuglum þegar hann kláraði þennan draumahring. Áður höfðu fjórir kylfingar mest náð níu á einum og sama hringnum. Það voru ekki bara met sem glöddu augu áhorfenda á mótinu í dag. Hinn franski Matthieu Pavon gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut, sem er par þrjú hola. ACE ALERT @MatthieuPavon cards a 1 on No. 15 @USOpenGolf! pic.twitter.com/rBQnqynVC1— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023
Opna bandaríska Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira