„Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 20:31 Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Valur Páll Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður OH Leuven í Belgíu og íslenska landsliðsins, segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðverkefni í undankeppni EM. Ísland mætir Slóvakíu á sjálfan þjóðarhátíðardaginn, 17. júní kl. 18:45. „Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan . Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
„Það er stemming í hópnum og ég held að það séu allir fullir tilhlökkunar fyrir fyrsta leik.“ Ísland hefur leikið tvo leiki í J-riðli og náð í einn sigur. Jón samsinnti því að það væri gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið að gera að ná í stig og jafnvel sigur. „Auðvitað er þetta gríðarlega mikilvægur leikur í riðlinum og það væri geggjað að ná í úrslit.“ Aðspurður um hvernig landsliðsþjálfarinn Åge Hareide væri að koma inn í íslenska hópinn sagði Jón Dagur að það væri allt til fyrirmyndar. „Mjög vel. Við erum búnir að vera saman allur hópurinn síðan í gær og við vorum búnir að taka einhverjar æfingar fyrir það. Mér líst mjög vel á allt.“ Jón Dagur lék eins og áður sagði í Belgíu í vetur og sagðist vera ánægður með tímabilið og sína spilamennsku, en það hefði gert honum gott að skipta um umhverfi, en hann lék áður með AGF í Danmörku. „Mér fannst gaman að breyta um umhverfi. Ég var búinn að vera í Danmörku í fjögur ár. Virkilega gaman að spila í Belgíu og ég er að koma vel undan tímabilinu.“ Hann gat ekki svarað því hvað tæki við á næsta tímabili, en ítrekaði að hann væri ánægður með dvölina í Belgíu. „Ég bara veit það ekki. Það gæti alveg gerst en ég er mjög ánægður þarna og mjög opinn.“ Þar næsti leikur Íslands er svo gegn stórliði Portúgal. Það er óneitnalega fiðringur í mönnum yfir þeirri áskorun. „Algjörlega. Þeir eru með frábært lið og Ronaldo að mæta, það verður bara mjög gaman.“ Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli á laugardag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Viðtalið við Jón Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan .
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira