Ferðamenn komi ekki til landsins til að ganga í halarófu á Laugavegi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2023 22:01 Þorgerður María Þorbjarnardóttir er formaður Landverndar. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Landverndar telur að bregðast þurfi við miklum straumi ferðamanna hingað til lands. Útlit er fyrir að árið í ár muni topp metárið 2018. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 7,8 prósentum. Þá voru 8,3 prósent heildar vinnustunda unnar í ferðaþjónustunni, sem í báðum tilfellum er það hæsta frá 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Play og Icelandair er útlit fyrir mikinn ferðamannastraumi hingað til lands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar segja útlit fyrir að 2023 muni toppa metárið 2018. Samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum var ferðaþjónusta rúmur fjórðungur alls útflutnings vara og þjónustu á síðasta ári, en árið áður var hlutfallið sextán prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ferðaþjónustan að braggast eftir faraldur, og rúmlega það.Vísir/Kristján Formaður Landverndar telur nausynlegt að bregðast við þessum fjölda ferðamanna. „Það eru innviðir sem þarf að styrkja varðandi göngustíga og annað. Svo held ég að landvarsla geti spilað þarna stórt hlutverk. Landverðir bæði gæta öryggis ferðamannanna en hafa það meginmarkið að vernda náttúruna,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Taka þurfi upp ástandsskoðanir á fleiri svæðum en þeim sem friðlýst eru, en Umhverfisstofa framkvæmir slíkar skoðanir. Hver er upplifun ferðamanna? Þorgerður segir að markmið ferðaþjónustunnar eigi ekki endilega að vera að fá sem flesta ferðamenn til landsins. „Svo þurfum við líka að spyrja okkur að því hvaða upplifun fólk er að leita að þegar það kemur hingað. Það kemur kannski ekki hingað til þess að ganga í halarófu á Laugaveginum. Hvers konar upplifun er það að leita að og erum við að skerða hana með því að fá of marga?“ spyr Þorgerður. Heldurðu að þessi sjónarmið ykkar hjá Landvernd og svo þeirra sem reyna að vinna að því að fá sem flesta ferðamenn hingað og fá sem mest út úr þeim, séu algjörlega ósamrýmanleg? „Alls ekki. Ég held að við séum sammála í grunninn um hvað við viljum sjá. Auðvitað eru ferðamenn af hinu góða. En þetta er bara spurning um að hafa einhverja stefnu í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Heildarneysla ferðamanna jókst um 80 prósent milli ára Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu nam 7,8 prósent í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Hlutfallið var 4,8 prósent árið 2021 en 8,2 prósent árin 2016 til 2019. 15. júní 2023 10:06