Segist ekki vera á leiðinni til NATO og vill Stoltenberg áfram Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 11:48 Mette Frederiksen hefur gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur frá árinu 2019. Síðustu mánuði hefur hún verið orðuð við embætti framkvæmdastjóra NATO. EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki vera við það að taka við embætti framkvæmdastjóra NATO. Hún segir það vera „góða lausn“ að Jens Stoltenberg verði beðinn um framlengja stjórnartíð sína um eitt ár. Skipunartími Stoltenbergs rennur síðar á þessu ári og hefur verið rætt um að næsti framkvæmdastjóri verði kynntur í kjölfar leiðtogafundar NATO í litháísku höfuðborginni Vilníus í næsta mánuði. Mette Frederiksen hefur þar oft verið nefnd til sögunnar. Frederiksen segist í samtali við danska ríkisútvarpið styðja þá hugmynd að fundin verði leið til að framlengja skipunartíma hins norska Stoltenbergs. „Algerlega. Ég meina, Stoltenberg hefur verið einfaldlega verið frábær, í forystu NATO í mörg ár og einnig á dramatískum tímum,“ segir Frederiksen. Forsætisráðherrann danski segir að vestrænt samstarf sé sterkara en það hafi verið um árabil og einnig að NATO sé þýðingarmeira en það hafi verið um árabil. Það sé að stórum hluta Stoltenberg að þakka. „Svo ef við gætum fengið hann til að halda áfram, þá held ég að það sé mjög góð lausn.“ Aðspurð um hvort hún hafi sjálf áhuga á stöðu framkvæmdastjóra NATO segir Frederiksen: „Ég er mjög ánægð í mínu starfi og ég hef hugsað mér að halda því áfram. Svo nei, ég er ekki á leiðinni til NATO.“ Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014 og stóð til að hann myndi láta af embætti á síðasta ári. Hann hafði þá verið skipaður seðlabankastjóri Noregs, en eftir innrás Rússa í Úkraínu var hann fenginn til að framlengja stjórnartíð sína sem framkvæmdastjóri NATO til októbermánaðar 2023. Danmörk NATO Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Skipunartími Stoltenbergs rennur síðar á þessu ári og hefur verið rætt um að næsti framkvæmdastjóri verði kynntur í kjölfar leiðtogafundar NATO í litháísku höfuðborginni Vilníus í næsta mánuði. Mette Frederiksen hefur þar oft verið nefnd til sögunnar. Frederiksen segist í samtali við danska ríkisútvarpið styðja þá hugmynd að fundin verði leið til að framlengja skipunartíma hins norska Stoltenbergs. „Algerlega. Ég meina, Stoltenberg hefur verið einfaldlega verið frábær, í forystu NATO í mörg ár og einnig á dramatískum tímum,“ segir Frederiksen. Forsætisráðherrann danski segir að vestrænt samstarf sé sterkara en það hafi verið um árabil og einnig að NATO sé þýðingarmeira en það hafi verið um árabil. Það sé að stórum hluta Stoltenberg að þakka. „Svo ef við gætum fengið hann til að halda áfram, þá held ég að það sé mjög góð lausn.“ Aðspurð um hvort hún hafi sjálf áhuga á stöðu framkvæmdastjóra NATO segir Frederiksen: „Ég er mjög ánægð í mínu starfi og ég hef hugsað mér að halda því áfram. Svo nei, ég er ekki á leiðinni til NATO.“ Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014 og stóð til að hann myndi láta af embætti á síðasta ári. Hann hafði þá verið skipaður seðlabankastjóri Noregs, en eftir innrás Rússa í Úkraínu var hann fenginn til að framlengja stjórnartíð sína sem framkvæmdastjóri NATO til októbermánaðar 2023.
Danmörk NATO Innrás Rússa í Úkraínu Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira