Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2023 15:01 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“ Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“
Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira