Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 23:37 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik með Val í sumarið 2021 áður en hún sleit krossband. VÍSIR/HAG Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki