Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 17:05 Íris Þórsdóttir, tannlæknir, segir auðveldlega hægt að losna við andremmu og það eigi ekki að vera neitt feimnismál. Aðsent Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna. Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira
Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna.
Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Sjá meira