Erlent

Segja rannsóknina hafa undið upp á sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrew Tate og Tristan Tate.
Andrew Tate og Tristan Tate. EPA/ROBERT GHEMENT

Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex.

Þeir eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, þar sem þeir búa, banna þeim að fara úr húsi, halda þeim sem þrælum og þvinga til að framleiða klám. Andrew er einnig grunaður um tvær nauðganir.

Þeir neita sök.

Bræðurnir, ásamt vitorðsmönnunum Georgianu Naghel og Luana Radu, voru handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu. Þeir sátu í gæsluvarðhaldi þar til í lok mars er þeir voru úrskurðaðir í stofufangelsi.

Samkvæmt frétt BBC er búist við því að bræðurnir og vitorðsmenn þeirra verði ákærð seinna í mánuðinum.

Í fréttinni segir að öll fjögur hafi þau verið kölluð til lögreglunnar á mánudaginn, þar sem þeim ku hafa verið sagt frá nýjum ásökunum. Það er að segja að mansalið hafi verið umfangsmeira en áður var talið og að eitt meint fórnarlamb hafi fundist til viðbótar.

Þar að auki var einn maður til viðbótar, sem heitir Vlad Obuzic, ákærður.

Saksóknarar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu konurnar hafa verið þvingaðar til að húðflúra á sig nafn eða mynd af andliti þess sem átti einn rétt á því að brjóta á þeim.


Tengdar fréttir

Tate-bræður úr­skurðaðir í stofu­fangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda Andrew Tate, bróðir hans Tristan og tveir vitorðsmenn þeirra eru lausir úr gæsluvarðhaldi í Rúmeníu. Þeir hafa hins vegar verið úrskurðaðir í stofufangelsi.

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Nauðganir, „þræla­hald“ og falskt lof­orð um hjóna­band

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×