Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:56 Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Lindemann. Getty Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins. Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins.
Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17