Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Árni Sæberg skrifar 14. júní 2023 08:00 Björk Jakobsdóttir er leikhússtjóri Gaflaraleikhússins. Hún horfir björtum augum fram á við þó að gærdagurinn hafi verið erfiður. Vísir/Vilhelm Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, auglýsti hina ýmsu innanstokksmuni úr leikhúsinu gefins á Facebook í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að það hafi einfaldlega verið gert þar sem leikhúsið hafi misst húsnæði sitt. „Það er búið að selja það, það á að byggja fleiri hótel og hafa dauðan miðbæ. Þetta var bara selt án okkar vitundar en það er mikill velvilji hjá bænum að viðhalda þessari sögu,“ segir hún. Saga atvinnuleikhúss í bænum nær tuttugu ár aftur í tímann og þrettán ár í núverandi mynd og því er ljóst að mikið skarð er hoggið í menningarlíf Hafnarfjarðarbæjar með brotthvarfi þess úr bænum. Björk segir þó að leikfélagið sem slíkt sé hvergi af baki dottið þó að húsnæðið hafi verið selt undan því. „Gaflaraleikhúsið sem félag heldur áfram. Við erum enn þá með skuldbindingar, sem við munum fara í samstarf við Bæjarbíó og fleiri leikhús til þess að efna. Og ég vona að fólk hoppi bara á tækifærið, að láta þetta ekki lognast ekki út af, heldur hoppi bara á tækifærið og stígi næsta skref.“ Hefur augastað á auðri skemmu við höfnina Björk segir að leikhúsið hafi bolmagn til þess að halda áfram að setja upp þær leiksýningar sem það hefur skuldbundið sig til að setja upp í tvö ár. Það verði gert í góðu samstarfi við Bæjarbíó og fleiri. Að tveimur árum liðnum vonast Björk til þess að félaginu hafi verið fundið nýtt húsnæði og hún veit þegar hvar hún myndi vilja vera til húsa. „Við erum búin að leggja upp eitthvað sem okkur finnst mjög sniðugt, stór skemma á bak við Hafró, þar sem Tækniskólinn á mögulega að koma. Það fellur líka svo vel inn í þessa nýju tíma, það væri ekki verið að byggja nýtt heldur gefa gömlum hlutum nýjan tilgang. Þetta stendur þarna alveg við smábátahöfnin, maður horfir beint út á hafið. Þarna gæti komið 500 manna salur og 200 manna „blackbox“. Plús tónlistartengd starfsemi eða listastúdíó fyrir ungt fólk. Þetta gæti verið algjör lyftistöng fyrir ungt listafólk. Þannig að maður reynir að líta á björtu hliðarnar en ég viðurkenni það alveg að þetta er ekki skemmtilegasti vinnudagurinn, að granda ævistarfi mínu síðustu þrettán árin.“ Illa komið fyrir sviðslistum Björk segir að illa sé komið fyrir sviðslistum á Íslandi og menningu í heild sinni. Hverju leikhúsinu á fætur öðru hafi verið fórnað fyrir aðra starfsemi eða hóteluppbyggingar undanfarið og nefnir í þeim efnum Austurbæjarbíó, Loftkastalann, gömlu óperuna. Þá nefnir hún Tjarnarbíó en greint var frá því í dag að að óbreyttu muni tjaldið falla þar í hinsta sinn í september næstkomandi. „Eigum við ekki bara líka að hætta að mennta leikara, þetta er rándýrt nám og stóru leikhúsin taka kannski einn úr hverjum árgangi, svo standa þrjátíu eftir. Maður er svolítið hugsi, mér finnst þetta ekki endilega það að ég sé að missa einhverja vinnu. Mér finnst þetta frekar vera að sjálfstæða senan, sviðslistir, við þurfum að reyna að rísa aðeins upp. Það er alveg sorglegt að hér sé að fara 200 manna leikhús með öllu tilheyrandi og framboðið minnki enn frekar,“ segir Björk. Þá segir hún að ónefnd séu menntaskólaleikfélög, sem eiga nú í fá hús að venda, tónlistarfólk og fleiri listamenn. Bærinn af öllum vilja gerður Björk segir það alls ekki svo að Hafnarfjarðarbær hafi kippt fótunum undan leikhúsinu heldur hafi húsnæðið verið í einkaeigu. Hvorki leikhúsið né bærinn hafi vitað af fyrirhugaðri sölu þess fyrr en fréttist af henni í gegnum fasteignasala „úti í bæ“, og að bærinn sé allur af vilja gerður til þess að finna leikhúsinu nýtt heimili í bænum. Leikhúsið sé nefnilega mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og sérstaklega nýjan miðbæ sem til stendur að efla enn frekar. Þá finni veitingamenn í nágrenninu án efa mikið fyrir brotthvarfi þess, enda trekki leikhúsið fólk að bænum. „Bíddu bara var sýnt hérna áttatíu sinnum og þá komu 600 hundruð konur í bæinn sem allar vildu fara út að borða og fá sé hvítvín fyrir sýningu. Á sama tíma vorum við að keyra sýningar af Langelstur að eilífu, svo þetta voru sex sýningar á viku og 1200 manns sem lögðu leið sína í Hafnarfjörð og keyptu sína hluti í Hafnarfirði.“ „Ég vona að Íslendingar viti hversu mikilvægt þetta er fyrir flóruna, að hafa menningu, að það þurfi að hafa aðra menningu en bara Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Nú erum við smám saman að útrýma þessum örfáu sjálfstæðu leikhúsum sem við eigum eftir. Þau sinna þeim sem ekki fara einungis í stóru leikhúsin og auka þannig fjölbreytni og flóru. Það er mjög mikilvægt að missa ekki þessa sjálfstæðu senu af því að þar gerast hlutir sem ekki geta alltaf gerst inni í stóru leikhúsunum.“ segir Björk að lokum. Leikhús Menning Hafnarfjörður Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins, auglýsti hina ýmsu innanstokksmuni úr leikhúsinu gefins á Facebook í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hún að það hafi einfaldlega verið gert þar sem leikhúsið hafi misst húsnæði sitt. „Það er búið að selja það, það á að byggja fleiri hótel og hafa dauðan miðbæ. Þetta var bara selt án okkar vitundar en það er mikill velvilji hjá bænum að viðhalda þessari sögu,“ segir hún. Saga atvinnuleikhúss í bænum nær tuttugu ár aftur í tímann og þrettán ár í núverandi mynd og því er ljóst að mikið skarð er hoggið í menningarlíf Hafnarfjarðarbæjar með brotthvarfi þess úr bænum. Björk segir þó að leikfélagið sem slíkt sé hvergi af baki dottið þó að húsnæðið hafi verið selt undan því. „Gaflaraleikhúsið sem félag heldur áfram. Við erum enn þá með skuldbindingar, sem við munum fara í samstarf við Bæjarbíó og fleiri leikhús til þess að efna. Og ég vona að fólk hoppi bara á tækifærið, að láta þetta ekki lognast ekki út af, heldur hoppi bara á tækifærið og stígi næsta skref.“ Hefur augastað á auðri skemmu við höfnina Björk segir að leikhúsið hafi bolmagn til þess að halda áfram að setja upp þær leiksýningar sem það hefur skuldbundið sig til að setja upp í tvö ár. Það verði gert í góðu samstarfi við Bæjarbíó og fleiri. Að tveimur árum liðnum vonast Björk til þess að félaginu hafi verið fundið nýtt húsnæði og hún veit þegar hvar hún myndi vilja vera til húsa. „Við erum búin að leggja upp eitthvað sem okkur finnst mjög sniðugt, stór skemma á bak við Hafró, þar sem Tækniskólinn á mögulega að koma. Það fellur líka svo vel inn í þessa nýju tíma, það væri ekki verið að byggja nýtt heldur gefa gömlum hlutum nýjan tilgang. Þetta stendur þarna alveg við smábátahöfnin, maður horfir beint út á hafið. Þarna gæti komið 500 manna salur og 200 manna „blackbox“. Plús tónlistartengd starfsemi eða listastúdíó fyrir ungt fólk. Þetta gæti verið algjör lyftistöng fyrir ungt listafólk. Þannig að maður reynir að líta á björtu hliðarnar en ég viðurkenni það alveg að þetta er ekki skemmtilegasti vinnudagurinn, að granda ævistarfi mínu síðustu þrettán árin.“ Illa komið fyrir sviðslistum Björk segir að illa sé komið fyrir sviðslistum á Íslandi og menningu í heild sinni. Hverju leikhúsinu á fætur öðru hafi verið fórnað fyrir aðra starfsemi eða hóteluppbyggingar undanfarið og nefnir í þeim efnum Austurbæjarbíó, Loftkastalann, gömlu óperuna. Þá nefnir hún Tjarnarbíó en greint var frá því í dag að að óbreyttu muni tjaldið falla þar í hinsta sinn í september næstkomandi. „Eigum við ekki bara líka að hætta að mennta leikara, þetta er rándýrt nám og stóru leikhúsin taka kannski einn úr hverjum árgangi, svo standa þrjátíu eftir. Maður er svolítið hugsi, mér finnst þetta ekki endilega það að ég sé að missa einhverja vinnu. Mér finnst þetta frekar vera að sjálfstæða senan, sviðslistir, við þurfum að reyna að rísa aðeins upp. Það er alveg sorglegt að hér sé að fara 200 manna leikhús með öllu tilheyrandi og framboðið minnki enn frekar,“ segir Björk. Þá segir hún að ónefnd séu menntaskólaleikfélög, sem eiga nú í fá hús að venda, tónlistarfólk og fleiri listamenn. Bærinn af öllum vilja gerður Björk segir það alls ekki svo að Hafnarfjarðarbær hafi kippt fótunum undan leikhúsinu heldur hafi húsnæðið verið í einkaeigu. Hvorki leikhúsið né bærinn hafi vitað af fyrirhugaðri sölu þess fyrr en fréttist af henni í gegnum fasteignasala „úti í bæ“, og að bærinn sé allur af vilja gerður til þess að finna leikhúsinu nýtt heimili í bænum. Leikhúsið sé nefnilega mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið og sérstaklega nýjan miðbæ sem til stendur að efla enn frekar. Þá finni veitingamenn í nágrenninu án efa mikið fyrir brotthvarfi þess, enda trekki leikhúsið fólk að bænum. „Bíddu bara var sýnt hérna áttatíu sinnum og þá komu 600 hundruð konur í bæinn sem allar vildu fara út að borða og fá sé hvítvín fyrir sýningu. Á sama tíma vorum við að keyra sýningar af Langelstur að eilífu, svo þetta voru sex sýningar á viku og 1200 manns sem lögðu leið sína í Hafnarfjörð og keyptu sína hluti í Hafnarfirði.“ „Ég vona að Íslendingar viti hversu mikilvægt þetta er fyrir flóruna, að hafa menningu, að það þurfi að hafa aðra menningu en bara Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Nú erum við smám saman að útrýma þessum örfáu sjálfstæðu leikhúsum sem við eigum eftir. Þau sinna þeim sem ekki fara einungis í stóru leikhúsin og auka þannig fjölbreytni og flóru. Það er mjög mikilvægt að missa ekki þessa sjálfstæðu senu af því að þar gerast hlutir sem ekki geta alltaf gerst inni í stóru leikhúsunum.“ segir Björk að lokum.
Leikhús Menning Hafnarfjörður Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira