Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 19:31 Matt Fitzpatrick skilur ekki neitt í neinu eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. getty/Minas Panagiotakis Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira