Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júní 2023 19:31 Matt Fitzpatrick skilur ekki neitt í neinu eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. getty/Minas Panagiotakis Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golfheimurinn nötraði í síðustu viku þegar tilkynnt var um samruna LIV- og PGA-mótaraðanna. Þjóðarsjóður Sádi-Arabíu (PIF) setti á fót sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA-mótaröðinni bandarísku í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur. En núna eru þær komnar í eina sæng ásamt Evrópumótaröðinni, DP World Tour. Enn á þó eftir að finna nafn á barnið. Fréttirnar komu flestum ef ekki öllum í opna skjöldu enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna. Og margir kylfingar eru enn hálf ringlaðir, meðal annars Fitzpatrick sem vann Opna bandaríska meistaramótið í fyrra. „Erum við að semja við PIF? Erum við ekki að semja við PIF? Ég hef ekki hugmynd. Enginn veit hvað er að gerast nema fjórir í heiminum,“ sagði Fitzpatrick. „Allt þetta er mjög ruglingslegt. Þetta var líka ruglingslegt í fyrra,“ bætti Englendingurinn við.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira