Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 18:44 Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu. Stöð 2/Arnar Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir