Útsendingarbíll Stöðvar 2 Sports hefur heldur betur fengið upplyftingu og lítur nú hinn glæsilegasti út. Merki Bestu-deildarinnar og Stöðvar 2 Sports fá nú að njóta sín og styrktaraðilar deildarinnar fá einnig sitt pláss.
Þá hefur gleri verið komið fyrir í afturhlera bílsins sem ætti að hjálpa til við að verja mannauð og tæki fyrir íslensku veðri og vindum.
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá uppfærsluferli bílsins og svo að lokum hvernig hann tekur sig út við völlinn.