Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 22:45 Þessir tveir áttu frábært tímabil. Samsett/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira