Börnin tala lítið en eru á batavegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2023 20:32 Forseti landsins heimsótti börnin í gær. AP Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Gleðistund ríkti á sjúkrahúsinu í gær þegar systkinin fjögur hittu ættingja sína aftur eftir fjörutíu daga lífsbaráttu í skóginum. Barnanna hafði verið leitað frá því að flugvél fórst þann fyrsta maí með þeim afleiðingum að móðir barnanna, ættingi og flugstjóri vélarinnar fórust. Geta ekki neytt matar Börnin voru flutt veikburða á sjúkrahús þar sem forseti Kólumbíu heimsótti þau í dag ásamt varnarmálaráðherra landsins. „Börnin eru á batavegi og fá vökva í æð samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Aðstæður þeirra voru afar erfiðar og þau geta ekki enn neytt matar með hefðbundnum hætti,“ segir Iván Velásquez, varnarmálaráðherra Kólumbíu. Langt baraferli er framundan hjá systkinunum sem eru einungis ellefu mánaða, fjögurra, níu og þrettán ára. „Líðan eins árs stúlkunnar er stöðug. Hún er sú sem krefst mestrar athygli út frá næringarsjónarmiðum. Við munum hefja þetta ferli með þverfaglegu teymi og fjölskyldunni. Ferlið er ekki stutt heldur miðlungs- til langs tíma,“ segir Carlos Rincon Arango, aðstoðarlækningaforstjóri hersjúkrahússins. Afinn hitti barnabörnin Afi barnanna heimsótti þau á sjúkrahúsið í dag og sagði börnin glöð að sjá loks ættingja. Hann vonar að líf þeirra verði bærilegra með hverjum deginum. „Ég hitti barnabörnin mín. Þau eru á lífi en eru dálítið veikburða. Ég veit að þau eru í góðum höndum á sjúkrahúsinu. Ég veit að allt mun fara vel. Við munum heimsækja þau sem oftast. Það tekur sinn tíma fyrir þau að ná heilsu aftur,“ Fidencio Valencia, afi barnanna. Dásamlegt að sjá þau leika sér Börnin tala ekki mikið en hafa greint frá því að hundur, sem greinilega var týndur, hafi veitt þeim félagsskap í skóginum. Sérfræðingur sem veitir þeim áfallahjálp segir að þrátt fyrir að þau tjái sig lítið langi þau til að leika sér. „Það er dásamlegt að sjá barn leika sér. Þau tala ekki enn eins mikið og maður vildi. Við skulum gefa þeim meiri tíma,“ Astrid Caceres, forstöðumaður Fjölskylduverndarstofnunar Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira