Erlent

Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Húsleit var gerð á heimili Sturgeon þann 5.apríl síðastliðin
Húsleit var gerð á heimili Sturgeon þann 5.apríl síðastliðin Vísir/EPA

Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund.

Fram kemur í frétt BBC að lögregla hafi staðfest að 52 ára kona hafi verið færð í varðhald og að yfirheyrslur standi yfir.

Talsmaður Sturgeon staðfestir fregnirnar og segir hana vinna með yfirvöldum við rannsókn málsins, líkt og hún hafi áður lýst yfir að hún myndi gera.

Húsleit var gerð á heimili Sturgeon þann 5.apríl síðastliðinn, og einnig var gerð húsleit í höfuðstöðvum flokksins í Edinborg. Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrum framkvæmdastjóri flokksins var handtekinn en síðar látinn laus án ákæru. Þá var Colin Beattie, gjaldkeri flokksins einnig handtekinn í tengslum við sömu rannsókn lögreglu en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.


Tengdar fréttir

Humza Yousaf tekur við af Sturgeon

Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. 

Sturgeon segir af sér

Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×