Komi til allsherjarverkfalls muni það hafa gríðarleg áhrif Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 12:27 Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir líklegt að til verkfalla komi. Vísir/Samsett mynd Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Rafiðnaðarsamband Íslands reiknar fastlega með því að til verkfalla komi í lok mánaðar að sögn varaformanns sambandsins, þar sem ekki hefur tekist að semja um kjarasamning við Landsnet. Verkfall muni hafa áhrif á raforkudreifingu á landinu öllu.Kjaraviðræður Rafiðnaðarsambandsins og Landsnets eru í hnút. Á mánudag slitnaði upp úr viðræðum á fundi hjá ríkissáttasemjara og segir Andri Reyr Haraldsson, varaformaður Rafinaðarsambands Íslands, ágreininginn einna helst snúa að grunnkröfum. „Við metum svo að starfsfólk Landsnets sé komið langt á eftir í grunnlaunum og miðað við sambærilega hópa þá eiga þau mjög langt í land með að ná sömu grunnlaunum. Þau eru að halda uppi sínum launum með bullandi yfirvinnu og bakvöktum og slíku sem í nútímasamfélagi er ekki alveg stefnan,“ segir Andri. Óljóst með heimilin Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna muni liggja fyrir 21. júní og ef til verkfalla komi muni þau hefjast undir lok mánaðar. „Landsnet dreifir raforku til söluaðila og er lykilþáttur varðandi álverin og fleira þannig þetta mun hafa mjög víðtæk áhrif komi til allsherjarverkfalls og eins með viðhald á innviðum og raforkuinnviðum. Þetta mun klárlega hafa gríðarleg áhrif,“ segir hann jafnframt. Ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu mikil áhrif verkfall gæti þýtt fyrir heimilin og rafmagn til heimila. Að sögn Andra hefur Landsnet ekki sýnt nægilegan vilja til samninga í viðræðum. „Sýna ekki beint þessum störfum skilning, hvað þetta er mikið álag, hvað það er mikil fórnfýsi í þessum hóp og það er kannski þar sem vantar einhvern skilning stjórnenda Landsnets og svo má ekki gleyma því að Samtök atvinnulífsins stýra viðræðum fyrir hönd Landsnets, þannig maður veit ekki hvar skortir á samningsviljann,“ segir Andri. Hópurinn sem muni fara í verkfall sé ekki stór, eða um fjörutíu manns, sem sinni þó gríðarlega stóru hlutverki fyrir raforkudreifingu landsins. „Þetta er fólk sem er að vinna á hátíðisdögum mjög oft, þetta fólk sem er kallað út á hvaða tímum sólarhrings sem er þótt það sé ekki einu sinni á bakvakt. Þannig þetta er ofboðslega mikilvægur hópur fyrir okkar innviði,“ segir Andri.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52 Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag. 20. mars 2023 17:52
Kristján endurkjörinn formaður Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari. 6. maí 2023 15:48