Þreyttur Pep sendi UEFA og FIFA tóninn eftir Meistaradeildarsigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2023 23:01 Pep og sá eftirsótti. Ian MacNicol/Getty Images „Þreyttur, rólegur og ánægður. Það er svo erfitt að vinna þessa keppni,“ sagði Evrópumeistarinn Pep Guardiola þegar hann ræddi við blaðamenn eftir Meistaradeildarsigur Manchester City í kvöld. Lærisveinar Guardiola unnu 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld. Rodri skoraði sigurmarkið sem tryggði félaginu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil og fullkomnaði um leið þrennuna. Pep er þar með eini þjálfari sögunnar til að vinna þrennuna tvisvar en hann gerði það einnig með Barcelona. Hann segir þolinmæði vera dyggð og að lið verði að vera heppin til að vinna þennan eftirsótta titil. „Þeir eru mjög góðir. Í hálfleik sagði ég að við þyrftum að vera þolinmoðir. Maður verður að hafa heppnina með sér í liði.“ „Þetta var skrifað í skýin,“ bætti hann við. „Við vorum ekki upp á okkar besta. Eftir HM í Katar tók liðið mikið framfaraskref og við spiluðum vel. Við sýndum ekki slíka frammistöðu í kvöld.“ „Ég hef enga orku til að hugsa um næstu leiktíð. Við þurfum frí, tímabilið er of langt.“ „Okkar leikmenn þurfa að fara í landsliðsverkefni. UEFA og FIFA, hugsið um þetta. Ensku úrvalsdeildinni lauk fyrir 2-3 vikum en leikmenn eru nú þegar að koma til baka. Þetta er of mikið. Við munum byrja frá núlli á næstu leiktíð.“ „Við munum fagna á hótelinu með ættingjum og vinum. Á mánudag er skrúðganga í Manchester,“ sagði Pep Guardiola að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Pep sá fyrsti í sögunni Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari. 10. júní 2023 21:46 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Lærisveinar Guardiola unnu 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld. Rodri skoraði sigurmarkið sem tryggði félaginu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil og fullkomnaði um leið þrennuna. Pep er þar með eini þjálfari sögunnar til að vinna þrennuna tvisvar en hann gerði það einnig með Barcelona. Hann segir þolinmæði vera dyggð og að lið verði að vera heppin til að vinna þennan eftirsótta titil. „Þeir eru mjög góðir. Í hálfleik sagði ég að við þyrftum að vera þolinmoðir. Maður verður að hafa heppnina með sér í liði.“ „Þetta var skrifað í skýin,“ bætti hann við. „Við vorum ekki upp á okkar besta. Eftir HM í Katar tók liðið mikið framfaraskref og við spiluðum vel. Við sýndum ekki slíka frammistöðu í kvöld.“ „Ég hef enga orku til að hugsa um næstu leiktíð. Við þurfum frí, tímabilið er of langt.“ „Okkar leikmenn þurfa að fara í landsliðsverkefni. UEFA og FIFA, hugsið um þetta. Ensku úrvalsdeildinni lauk fyrir 2-3 vikum en leikmenn eru nú þegar að koma til baka. Þetta er of mikið. Við munum byrja frá núlli á næstu leiktíð.“ „Við munum fagna á hótelinu með ættingjum og vinum. Á mánudag er skrúðganga í Manchester,“ sagði Pep Guardiola að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Pep sá fyrsti í sögunni Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari. 10. júní 2023 21:46 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Pep sá fyrsti í sögunni Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari. 10. júní 2023 21:46