Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 07:57 Messi mætir í MLS-deildina í Miami. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna. Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Messi staðfesti á dögunum að Inter Miami yrði þriðja liðið sem hann myndi spila fyrir á atvinnumannaferli sínum. Hann hóf ferilinn eins og alþjóð veit í Katalóníu hjá Barcelona en færði sig til París Saint-Germain árið 2021. Samningur hans þar er við það að renna út og þó það hafi verið orðrómar um að hann myndi snúa aftur til Katalóníu eða þá til Sádi-Arabíu sem virðist vera í tísku þá ákvað Messi að halda til Miami. Messi er ekki fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við MLS-deildina en margar stjörnur hafa ákveðið að enda ferilinn í Bandaríkjunum. Það virðist þó sem samningur Messi sé ekki líkur neinu sem við höfum séð áður. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum fær Messi 53 milljónir Bandaríkjadala frá Inter Miami á ári eða tæplega sjö og hálfan milljarð íslenskra króna. Með þessu verður Messi fimmti launahæsti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum en það sem meira er, Apple og Adidas munu einnig greiða honum svo reikna má með að tékkinn verði enn hærri. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu. From @TheAthleticFC: Lionel Messi and Inter Miami are set to embark on one of the most fascinating MLS experiments yet.How does the world's best player perform when you put him in the division's worst team? https://t.co/c4sqaY0tDy— The New York Times (@nytimes) June 10, 2023 Búist er við miklu af Messi og tæknilega séð gæti hann spilað sína fyrstu leiki strax í júlí eftir að samningur hans við PSG rennur út og hann verður tilkynntur sem leikmaður Inter Miami. Það gæti þó farið svo að leikmaðurinn taki sér örlítið sumarfrí þar sem hann er farinn að nálgast 36 ára afmælisdaginn. Það sem er vitað er að Messi vill fá fleiri stór nöfn til liðs við Inter Miami. Sergio Busquets og Ángel Di María hafa verið nefndir til sögunnar en eitthvað þarf að breytast hjá liðinu sem er með lélegustu sóknarlínu deildarinnar. Einnig er ljóst að innkoma hans mun auka áhuga á deildinni til muna en miðasala á leiki Inter Miami hefur þegar aukist þó ekki sé vitað hvenær Messi mun leika sinn fyrsta leik. Sem stendur er Inter Miami í 15. og neðsta sæti Austurdeildar. Liðið er þó aðeins sex stigum frá því að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni og hver veit nema innkoma Messi verði sú innspýting sem liðið þarf.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira