„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 18:00 Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. Aðsend „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér: Tónlist Eurovision Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:
Tónlist Eurovision Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira