Fótbolti

Eig­andinn mætir loks á völlinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sheikh Mansour er maðurinn bakvið velgengni Manchester City.
Sheikh Mansour er maðurinn bakvið velgengni Manchester City. Vísir/AFP

Sheikh Mansour, eigandi Englandsmeistara Manchester City, verður á vellinum þegar lið hans mætir Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eigandinn hefur ekki mætt á leik undanfarin 13 ár

Man City og Inter mætast á Ólympíuvellinum í Ataturk í Tyrklandi. Englandsmeistararnir hafa þegar unnið bæði deild og bikar heima fyrir, þeir geta því orðið aðeins annað enska lið sögunnar til að vinna þrennuna. Eina liðið sem hefur tekist það í sögunni er Manchester United sem afrekaði það árið 1999.

Það er því við hæfi að Sheikh Mansour mæti á völlinn en það hefur hann ekki gert síðan hann mætti á 3-0 sigur Man City á Liverpool árið 2010, fyrir 13 árum síðan. Hér að neðan má sjá lið Man City í þeim leik en vægast sagt mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×