Kaupfélag Skagfirðinga eigi ekki að flytja inn kjöt Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2023 12:10 Skagfirðingabúð á Sauðarkróki er höfuðstöð Kaupfélags Skagfirðinga. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti. Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni. Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni.
Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03
Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42