Grótta náði jafntefli gegn toppliðinu | Víkingskonur töpuðu sínum fyrstu stigum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 21:12 Pétur Theodór Árnason skoraði fyrir Gróttu. Jafntefli varð í báðum leikjum kvöldsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Afturelding góðan sigur á Víkingi í Lengjudeild kvenna en Víkingar voru með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins. Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur. Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Fyrir leik Fjölnis og Gróttu í dag var Fjölnir í efsta sæti Lengjudeildar karla en Grótta í sjötta sæti eftir fimm umferðir. Liðin mættust á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi og það voru gestirnir sem gerðu fyrsta markið þegar Pétur Theodór Árnason skoraði á 10. mínútu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tókst Fjölni að jafna, þar var að verki Axel Freyr Harðarson fyrrum leikmaður Gróttu. Staðan í hálfleik 1-1. Tómas Jóhannessen kom Gróttu í forystu á ný á 54. mínútu en Máni Austmann Hilmarsson jafnaði fyrir Fjölni þremur mínútum síðar. Lokatölur 1-1 og Fjölnir nú eitt í efsta sæti deildarinnar. Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir á 17. mínútu en Luqman Shamsudin jafnaði fyrir Njarðvík sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1 og Selfoss jafnar því Grindavík að stigum í 3. - 4. sæti deildarinnar en Njarðvík lyftir sér upp um eitt sæti og í það sjöunda. Afturelding fyrstar til að vinna Víkinga Í Lengjudeild kvenna tapaði Víkingur sínum fyrstu stigum þegar liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu á heimavelli. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Aftueldingu yfir í fyrri hálfleik en Hlín Heiðarsdóttir jafnaði skömmu síðar. Hildur Karítas Gunnarsdóttir skoraði svo tvö mörk fyrir Mosfellinga sitt hvoru megin við hálfleikinn en Bergdís Sveinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Víkinga. Lokatölur 3-2 og fyrsta tap Víkinga staðreynd sem voru með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. HK rótburstaði KR á heimavelli sínum í Kópavogi. Arna Sól Sævarsdóttir skoraði þrennu fyrir HK og þær Eva Stefánsdóttir, Eva Sól Aradóttir og Ísabella Eva Aradóttir bættu mörkum í sarpinn fyrir Kópavogsliðið. Lokatölur 6-1 eftir að Jewel Boland minnkaði muninn fyrir KR í uppbótartíma. Þá vann Fylkir 5-0 sigur á Augnablik. Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir komu Fylki í 5-0 í fyrri hálfleik og Helga Guðrún bætti öðru marki við á 61. mínútu leiksins. Tijana Krstic setti svo punktinn yfir i-ið á 87. mínútu og tryggði HK 5-0 sigur.
Lengjudeild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira