Einkunnagjöfinni fylgi nú meira streita Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 21:01 Jóhann segir það leiðinlega tilfinningu að líða eins og manni sé ekki treyst. Æ fleiri foreldrar hafa samband vegna einkunnagjafar barna sinna. Vísir/Sigurjón Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“ Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“
Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01