„Hvar eru Garðbæingar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 20:00 Yfir 800 áhorfendur voru á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöld en Helena kallar eftir fleira bláklæddu Stjörnufólki. VÍSIR/VILHELM Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Sjá meira
Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Sjá meira