Hamsik gæti spilað gegn Íslandi þrátt fyrir að skórnir séu farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 16:30 Marek Hamsik rann blóðið til skyldunnar og gæti spilað gegn Íslandi. Igor Soban/Pixsell/MB Media/Getty Images Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Marek Hamsik lék það sem átti að vera hans seinasti leikur er Trabzonspor vann öruggan 5-1 sigur gegn Alanyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðastliðinn laugardag. Hann er þó óvænt í landsliðshópi Slóvakíu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli 17. júní. Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira