Hamsik gæti spilað gegn Íslandi þrátt fyrir að skórnir séu farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 16:30 Marek Hamsik rann blóðið til skyldunnar og gæti spilað gegn Íslandi. Igor Soban/Pixsell/MB Media/Getty Images Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Marek Hamsik lék það sem átti að vera hans seinasti leikur er Trabzonspor vann öruggan 5-1 sigur gegn Alanyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðastliðinn laugardag. Hann er þó óvænt í landsliðshópi Slóvakíu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli 17. júní. Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira