Í fyrradag var greint frá því að PGA og LIV hefðu sameinast. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafði ekkert lekið út um mögulegan samruna mótaraðanna.
Leikmenn á PGA vissu heldur ekkert af samrunanum fyrr en þeir lásu um hann í fjölmiðlum. Þeir voru síðan kallaðir á fund af framkvæmdastjóra PGA, Jay Monahan.
Grayson Murray, sem situr í 227. sæti heimslistans, var heitur á fundinum og öskraði á Monahan að segja af sér. „Við treystum þér ekki, Jay! Þú laust upp í opið geðið á okkur,“ sagði Murray.
McIlroy þótti lítið til þessara ummæla Murrays koma og sagði honum einfaldlega að spila betur. Murray brást þá ókvæða við og sagði Norður-Íranum að fara til fjandans.
Samkvæmt mönnum sem voru á fundinum skildu Murray og McIlroy þó sáttir á endanum og gátu leyft sér að brosa yfir ummælunum sem féllu.