Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. júní 2023 19:58 Stúlkan er fimmtán ára gömul og hefur mátt dúsa á Leifsstöð í meira en þrjátíu tíma. Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu. „Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann. Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
„Frænku minni er mjög kalt og hún hóstar,“ segir Elio Hasani, 25 ára albanskur maður sem hefur verið haldið á Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma ásamt 15 ára frænku sinni. Lögreglan stöðvaði þau á flugvellinum og neitar honum um inngöngu inn í landið. Verði hann ekki farinn af landi brott í kvöld verði honum vísað úr landið. „Ég hef ekki orðið vör við svona meðferð áður í málum einstaklinga í sambærilegri stöðu, hvað þá framkomu stjórnvalda við saklaust barn,“ segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Elio. Lögregla segi honum að honum hafi verið meinuð landganga þar sem hann hafi ekki heimild til dvalar. Elio hafi hins vegar ekki fengið slíka ákvörðun frá Útlendingastofnun vegna fyrirliggjandi umsóknar hans um endurnýjun. „Hann hefur ekki séð þessa ákvörðun og hefur hún heldur ekki verið afhent mér þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, bæði til Útlendingastofnunar og lögreglu. Þar af leiðandi hefur hann ekki haft tækifæri til að kæra hana og óska eftir frestun á réttaráhrifum, sé ákvörðunin yfir höfuð til að dreifa,“ segir Claudia. Foreldrarnir bíða í íbúðinni Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans. Claudia Wilson Molloy lögmaður mannsins segir lögregluna ekki hafa heimild til brottvísunar.Egill Aðalsteinsson „Framkvæmdin hjá Útlendingastofnun núna er með þeim hætti að einstaklingar sem standa í hjónaskilnaði og eru með gild dvalarleyfi njóta áfram heimildar til dvalar, þangað til að dvalarleyfið rennur út og þá verða þeir að sækja um á nýjum grundvelli vegna breyttra aðstæðna,“ segir Claudia. „Samkvæmt upplýsingum frá umbjóðanda mínum er lögreglan búin að upplýsa hann um að hann þurfi að yfirgefa landið í kvöld annars mun hún leggja á hann brottvísun og endurkomubann til tveggja ára. Það er heimild sem þau hafa ekki samkvæmt útlendingalögum,“ segir hún. Í köldum klefa í nótt Lögreglan hafi ekki heimild til brottvísunar heldur aðeins Útlendingastofnun og ákveðið ferli þurfi að fara í gang áður en komið er á það stig. Annað sé langt umfram meðalhóf. „Lögreglan hefur aðeins heimild til frávísunar. Forsendurnar fyrir því eru að hann hafi ekki heimild til dvalar sem er einfaldlega ekki rétt,“ segir Claudia. Elio og frænka hans voru í klefa í nótt en núna mega þau fara um flugstöðina. Þau mega hins vegar ekki fara af henni nema í flugvél úr landi. Claudia segist ekki vita til þess að barnaverndaryfirvöld hafi verið látin vita af þessu máli, það er að unglingsstúlka hafi þurft að dvelja við þessar aðstæður í meira en sólarhring. Stunginn þrisvar á Austurvelli Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Elio hefur orðið fyrir á Íslandi. Í desembermánuði árið 2017 varð hann fyrir alvarlegri stunguárás á Austurvelli þegar maður að nafni Dagur Hoe Sigurjónsson stakk félaga Elio, Klevis Sula, til bana. Elio var stunginn þrisvar sinnum og var litið á málið sem tilraun til manndráps. Var Elio hætt kominn vegna alvarlegrar slagæðablæðingar en hann fékk stungusár ofarlega á baki, á vinstri öxl, upphandlegg og á vinstri kálfa. Segist Elio ekki enn hafa jafnað sig á þessari árás. „Ég fékk eiginlega enga aðstoð. Örlitla í byrjun en síðan var mér vísað úr landi í tvö ár,“ segir hann og segist ekki skilja af hverju sé verið að fara svona með hann. Hann reki eigið verktakafyrirtæki, Elio ehf sem sér meðal annars um hellu og parketlagningu. Hann hafi alltaf borgað sína skatta og skyldur. „Þeir segja að ég verði að yfirgefa landið í kvöld annars verður mér vísað á brott,“ segir hann.
Albanía Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira