Innlent

Svona leit Reykjavík út árið 1970

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
323162622_1223939891535019_4867645730554593752_n
Ágúst Elí Ágústsson

Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek.

Lögreglustöðin við Hlemm var tiltölulega nýbyggð en aðalbiðstöðin á Hlemmi átti þó ekki eftir að opna fyrr en árið 1978. Strætisvagnarnir voru af gerðinni Volvo B58, hvítir og grænir á lit. Hallgrímskirkja var enn ekki fullbyggð og landslagið við Austurvöll var allt annað en í dag.

Miranda sjoppan, tískuverslunin Helena, Dairy Queen ísbúðin, Leikfangaland, Speglabúðin, Útvegsbankinn og tískuverslunin Karnabær eru dæmi um staði sem heyra nú allir liðinni tíð.

Ágúst Elí Ágústsson offsett- ljósmyndari og prentari er maðurinn á bak við meðfylgjandi ljósmyndir sem teknar voru í Reykjavík á árunum 1970 til 1973.

„Ég var að læra í Hátúni í Litbrá ehf á þessum tíma og fór oft í matartímanum með nýju myndavélina mína niður Laugaveginn, Canon FTB myndavél, sem kostaði mig mánaðarlaun. Ég bjó á þessum tíma á Njálgötu og þess vegna var stutt í allt myndefnið sem ég tók í miðbænum."

Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson
Ágúst Elí Ágústsson

Tengdar fréttir

Ein­stakar myndir sýna sögu Há­skóla­bíós í gegnum tíðina

Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga.

Kunnug­leg and­lit á djamminu í Hollywood í gamla daga

„Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978.

Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988

Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×