„Þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 19:31 Frá samskiptum mótmælenda við framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Arnar Þór Sævarsson. Vísir/Vilhelm Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg. Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni.
„Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira