Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2023 13:00 Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira