„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2023 12:06 Astrid Jóhanna, Ester María og Erla Þórdís voru ánægðar með mætinguna í dag. Vísir/Vilhelm Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum. Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels