Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 11:11 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fundinn sem nú stendur yfir. Stöð 2/Einar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira