Frá þessu er greint á The Athletic en þar segir að París hafi á endanum dregið kvörtunina til baka þar sem Chelsea hafi á endanum ákveðið að draga tilboð sitt til baka. Pirringur PSG sneri að því hvernig Chelsea virtist ætla að reyna komast hjá reglum um fjárhagslega háttvísi.
Samkvæmt heimildum miðilsins ætlaði Chelsea að kaupa lítinn hlut í portúgalska félaginu til þess að fá hinn 22 ára gamla Ugarte í sínar raðir. Bæði Chelsea og Sporting neita að það hafi staðið til en samt sem áður ákvað Chelsea að draga sig út úr kapphlaupinu um leikmanninn á sunnudaginn var.
Chelsea pulled out after meeting release clause - they say because they felt salary offer from PSG too high - but PSG insist the player will be paid 3.4m annually, and Chelsea s offer was higher. But reports in Portugal claim PSG offer much higher. https://t.co/MOklLMMfpd
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 5, 2023
Chelsea ku hafa dregið sig út þar sem launakröfur leikmannsins voru of háar. PSG segist þó ekki vera bjóða honum hærri laun heldur en Chelsea. Þar sem Chelsea dró úr áhuga sínum þá ákvað PSG að senda téð bréf ekki til UEFA.
Hvað sem því liður þá hefur skúbb-blaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfest að Ugarte sé í þann mund að skrifa undir fimm ára samning við PSG.
Manuel Ugarte successfully completed medical tests as new PSG player today in Paris. #PSG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023
Ugarte will sign five year contract with PSG tonight, then 60m deal will be made official. pic.twitter.com/3jNHKXJev2
Talið er að PSG borgi í kringum 60 milljónir evra (rúma 9 milljarða íslenskra króna) fyrir leikmanninn sem á að baki 8 A-landsleiki fyrir Úrúgvæ.