Fótbolti

Sex Evrópu­meistarar í liði ársins | Engin Svein­dís Jane né Gló­dís Perla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar voru áberandi í liði ársins.
Börsungar voru áberandi í liði ársins. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Knattspyrnusamband Evrópu hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Enginn Íslendingur er á listanum en þar má finna sex leikmenn Evrópumeistara Barcelona, þá eru fjórar úr Wolfsburg en þó engin Sveindís Jane Jónsdóttir.

Nefn á vegum sambandsins sá til þess að velja liðið og kemur ekki á óvart að liðin sem léku til úrslita séu ráðandi. Aðeins einn leikmaður úr öðru liði en Barcelona og Wolfsburg komst í úrvalsliðið að þessu sinni. Sú heitir Katie McCabe og leikur með Arsenal en Skytturnar komust alla leið í undanúrslit keppninnar í ár. Þar lutu þær í gras gegn Sveindísi Jane og stöllum í Wolfsburg.

Íslenska landsliðskonan byrjaði úrslitaleikinn þar sem Wolfsburg komst 2-0 yfir gegn Barcelona en samt sem áður þola súrt 2-3 tap.

Glódís Perla Viggósdóttir var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem féll úr leik gegn Arsenal í 8-liða úrslitum. Hún komst heldur ekki í úrvalslið keppninnar en eins og áður sagði þá var það nærri eingöngu skipað leikmönnum úr liðunum tveimur sem léku til úrslita.

Úrvalslið Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu má sjá hér að neðan. Lena Oberdorf, miðjumaður Wolfsburg, var valin besti ungi leikmaðurinn og Aitana Bonmatí, miðjumaður Evrópumeistara Barcelona var valin besti leikmaður tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×