Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 14:34 Jeremy Clarkson segir Phillip Schofield saklausan af ásökunum. Hann segir málið vera nornaveiðar og að verið sé að bola miðaldra karlmönnum af skjánum. Getty Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Phillip Schofield hætti störfum hjá ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Schofield kynntist manninum þegar hann var fimmtán ára og hófu þeir samband þegar hann varð 18 ára. Clarkson, þekktastur fyrir að stýra bílaþáttunum Top Gear, skrifaði pistil í Sunday Times þar sem hann segir málið vera nornaveiðar gegn manni sem sé saklaus. Aðeins sekur um að vera samkynhneigður Í pistlinum skrifar hann „Phil er ekki lengur elskulegur þáttastjórnandi einhverrar morgunsjónvarps-cappucino-froðu. Samkvæmt dómstóli samfélagsmiðla er hann eins og bróðir sinn, barnaperri (e. nonce). Reyndar er hann verri en það: hann er barnaperri sem fer fram fyrir röðina. Og við viljum ekki sjá ógeðslegt andlit hans nokkurn tímann framar.“ Timothy Schofield, bróðir Schofield, á leið fyrir dómara. Hann hefur verið ákærður fyrir ellefu brot sem snúa að kynferðislegri misnotkun á barni.PA/Matt Keeble Bróðir Phillip, Timothy Schofield, var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fjölda ákæruatriða sem sneru að kynferðisofbeldi gegn börnum. Þar á meðal fyrir að misnota táningsdreng sem hann hafði tælt með gjöfum. Í dómsmálinu kom í ljós að timothy hafi sagt bróður sínum frá hluta brotanna og Phillip þá sagt honum að leita sér læknishjálpar „Ég hef aldrei séð viðlíkar nornaveiðar, og það sem er erfiðast að botna í þessu er, eins og staðan er, að enginn glæpur hefur verið framinn. Sjálfur þekki ég hann lítið og hef engra hagsmuna að gæta en mér sýnist hann aðeins vera sekur um það sem hann hefur þegar viðurkennt: að vera samkynhneigður,“ skrifar Clarkson einnig í pistlinum. Clarkson skrifar einnig að þrátt fyrir að Schofield hafi sagt að sambandið hafi byrjað eftir að maðurinn náði samræðisaldri hafi það ekki þaggað niður í „andstyggðar-góli“ fólks. Hann segir hræsni felast í því, fólk kippi sér ekkert upp við það að hinir níræðu Robert DeNiro og Al Pacino séu orðnir feður á ný með konum sem eru áratugum yngri en þeir. Þá taldi hann að þær aðgerðir að koma Schofield í burtu séu hluti af því að bola miðaldra karlmönnum af skjánum. „Viljiði að ég deyi?“ Í gær fór Schofield í viðtal til Amol Rajan hjá BBC, eitt af fyrstu viðtölunum frá því hann hætti hjá ITV. Þar baðst hann ítrekað afsökunar en undirstrikaði einnig sakleysi sitt í tengslum við aldur mannsins. Hann sagðist þar ekki sjá neina framtíð fyrir sjónvarpsferil sinn. Schofield sagði einnig að hann og maðurinn hefðu ekki verið kærustupar, þeir hefðu hist fimm eða sex sinnum yfir nokkurra mánaða tímabil og hefðu ekki sofið saman fyrr en maðurinn var tvítugur. Jafnframt sagði hann að allt hefði verið gert með samþykki beggja aðila en hann sjálfur hefði átt að vita betur. Þá taldi Schofield að samkynhneigð þeirra tveggja væri þáttur í andúð fólks á sambandinu. Hann neitaði jafnframt að hafa látið manninn skrifa undir trúnaðarsamning (e. NDA) eða borgað honum fyrir að þegja um málið. Jafnframt sagði hann að áreitið sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins væri stöðugt og vægðarlaust. Í tengslum við það sagði hann „Viljiði að ég deyi? Af því ég er staddur þar. Ég hef misst allt.“ „Ég sé ekkert framundan nema myrkur og sorg og eftirsjá og söknuð og sektarkennd. Ég gerði eitthvað sem var mjög rangt og laug síðan ítrekað um það,“ sagði hann einnig í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TpqYETAsSqc">watch on YouTube</a> Segir nánustu samstarfskonu sína ekkert hafa vitað Schofield greindi frá því að hann hefði ekki talað við Holly Willoughby, þáttastjórnanda sem stýrði This Morning með honum, en hann hefði sent henni skilaboð til að biðjast afsökunar. „Hún svaraði ekki og ég skil að hún hafi ekki svarað. Ef einhver er á einhvern hátt að reyna að tengja Holly við þetta þá er það algjörlega ósatt,“ sagði hann í viðtali við The Sun á fimmtudaginn aðspurður út í tengsl Holly við málið og yfirhylmingu á því. Holly Willoughby og Phillip Schofield þegar allt lék í lyndi.Getty Willoughby hefur verið í fríi í Portúgal frá því málið kom í fréttir en snýr aftur á skjáinn í This Morning á ITV á morgun. Hún mun væntanlega bregðast við málinu þá. Í stað Schofield verða þáttastjórnendur með Willoughby þau Josie Gibson og Craig Doyle. Slúðurmiðlar hafa hins vegar einnig greint frá því að Willoghby sé að hugsa sér til hreyfings og hyggist yfirgefa ITV til að fara yfir á BBC. Bretland Tengdar fréttir Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. 29. maí 2023 15:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Phillip Schofield hætti störfum hjá ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Schofield kynntist manninum þegar hann var fimmtán ára og hófu þeir samband þegar hann varð 18 ára. Clarkson, þekktastur fyrir að stýra bílaþáttunum Top Gear, skrifaði pistil í Sunday Times þar sem hann segir málið vera nornaveiðar gegn manni sem sé saklaus. Aðeins sekur um að vera samkynhneigður Í pistlinum skrifar hann „Phil er ekki lengur elskulegur þáttastjórnandi einhverrar morgunsjónvarps-cappucino-froðu. Samkvæmt dómstóli samfélagsmiðla er hann eins og bróðir sinn, barnaperri (e. nonce). Reyndar er hann verri en það: hann er barnaperri sem fer fram fyrir röðina. Og við viljum ekki sjá ógeðslegt andlit hans nokkurn tímann framar.“ Timothy Schofield, bróðir Schofield, á leið fyrir dómara. Hann hefur verið ákærður fyrir ellefu brot sem snúa að kynferðislegri misnotkun á barni.PA/Matt Keeble Bróðir Phillip, Timothy Schofield, var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir fjölda ákæruatriða sem sneru að kynferðisofbeldi gegn börnum. Þar á meðal fyrir að misnota táningsdreng sem hann hafði tælt með gjöfum. Í dómsmálinu kom í ljós að timothy hafi sagt bróður sínum frá hluta brotanna og Phillip þá sagt honum að leita sér læknishjálpar „Ég hef aldrei séð viðlíkar nornaveiðar, og það sem er erfiðast að botna í þessu er, eins og staðan er, að enginn glæpur hefur verið framinn. Sjálfur þekki ég hann lítið og hef engra hagsmuna að gæta en mér sýnist hann aðeins vera sekur um það sem hann hefur þegar viðurkennt: að vera samkynhneigður,“ skrifar Clarkson einnig í pistlinum. Clarkson skrifar einnig að þrátt fyrir að Schofield hafi sagt að sambandið hafi byrjað eftir að maðurinn náði samræðisaldri hafi það ekki þaggað niður í „andstyggðar-góli“ fólks. Hann segir hræsni felast í því, fólk kippi sér ekkert upp við það að hinir níræðu Robert DeNiro og Al Pacino séu orðnir feður á ný með konum sem eru áratugum yngri en þeir. Þá taldi hann að þær aðgerðir að koma Schofield í burtu séu hluti af því að bola miðaldra karlmönnum af skjánum. „Viljiði að ég deyi?“ Í gær fór Schofield í viðtal til Amol Rajan hjá BBC, eitt af fyrstu viðtölunum frá því hann hætti hjá ITV. Þar baðst hann ítrekað afsökunar en undirstrikaði einnig sakleysi sitt í tengslum við aldur mannsins. Hann sagðist þar ekki sjá neina framtíð fyrir sjónvarpsferil sinn. Schofield sagði einnig að hann og maðurinn hefðu ekki verið kærustupar, þeir hefðu hist fimm eða sex sinnum yfir nokkurra mánaða tímabil og hefðu ekki sofið saman fyrr en maðurinn var tvítugur. Jafnframt sagði hann að allt hefði verið gert með samþykki beggja aðila en hann sjálfur hefði átt að vita betur. Þá taldi Schofield að samkynhneigð þeirra tveggja væri þáttur í andúð fólks á sambandinu. Hann neitaði jafnframt að hafa látið manninn skrifa undir trúnaðarsamning (e. NDA) eða borgað honum fyrir að þegja um málið. Jafnframt sagði hann að áreitið sem hann hafi orðið fyrir vegna málsins væri stöðugt og vægðarlaust. Í tengslum við það sagði hann „Viljiði að ég deyi? Af því ég er staddur þar. Ég hef misst allt.“ „Ég sé ekkert framundan nema myrkur og sorg og eftirsjá og söknuð og sektarkennd. Ég gerði eitthvað sem var mjög rangt og laug síðan ítrekað um það,“ sagði hann einnig í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=TpqYETAsSqc">watch on YouTube</a> Segir nánustu samstarfskonu sína ekkert hafa vitað Schofield greindi frá því að hann hefði ekki talað við Holly Willoughby, þáttastjórnanda sem stýrði This Morning með honum, en hann hefði sent henni skilaboð til að biðjast afsökunar. „Hún svaraði ekki og ég skil að hún hafi ekki svarað. Ef einhver er á einhvern hátt að reyna að tengja Holly við þetta þá er það algjörlega ósatt,“ sagði hann í viðtali við The Sun á fimmtudaginn aðspurður út í tengsl Holly við málið og yfirhylmingu á því. Holly Willoughby og Phillip Schofield þegar allt lék í lyndi.Getty Willoughby hefur verið í fríi í Portúgal frá því málið kom í fréttir en snýr aftur á skjáinn í This Morning á ITV á morgun. Hún mun væntanlega bregðast við málinu þá. Í stað Schofield verða þáttastjórnendur með Willoughby þau Josie Gibson og Craig Doyle. Slúðurmiðlar hafa hins vegar einnig greint frá því að Willoghby sé að hugsa sér til hreyfings og hyggist yfirgefa ITV til að fara yfir á BBC.
Bretland Tengdar fréttir Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. 29. maí 2023 15:28 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. 29. maí 2023 15:28