Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir með marki á 36. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir jafnaði leikinn fyrir Fylki með marki á 86. mínútu og virtist ætla fara sem svo að liðin myndu skipta stigunum sem í boði voru jafnt á milli sín.
Nadía Atladóttir hafið hins vegar annað í hyggju fyrir sig og sitt lið. Hún skoraði sigurmarkið fyrir Víking Reykjavík með marki á fimmtu mínútu uppbótatíma venjulegs leiktíma og sá til þess að sigurganga Víkings í Lengjudeildinni heldur áfram.
Sigurinn kemur Víkingi Reykjavík aftur í toppsæti Lengjudeildarinnar. Þar situr liðið með fullt hús stiga, alls 15 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.
Fylkir situr hins vegar í 4. sæti með með sjö stig.
Augnablik átti engin svör gegn FHL
Fyrir austan unnu heimakonur í FHL sannfærandi sigur á liði Augnabliks. Lokatölur urðu 4-1 og sigldu heimakonur vel fram úr í seinni hálfleik.
FHL er sem stendur í 5. sæti Lengjudeildar kvenna með sex stig eftir fimm umferðir. Augnablik situr í 8. sæti með fjögur stig.