Spillingin í hvalveiðum Íslendinga Valgerður Árnadóttir skrifar 3. júní 2023 13:30 Eftirlitskerfin okkar eru öll brotin, Kristján Loftsson hefur fengið undanþágur frá Fiskistofu, MAST, Umhverfisráðuneytinu og Matvælaráðuneytinu til að stunda sín dráp þrátt fyrir að margbrjóta allar reglur sem gilda um veiðar og meðhöndlun matvæla og það er einungis vegna tengsla hans við innsta kopp sjálfstæðismanna. Þetta er táknmynd spillingar á Íslandi og þetta þarf að stöðva. Það er sjaldan sem sést svo skýrt hvaða vankantar eru á kerfinu okkar og hversu mikla spillingu það býður upp á eins og þegar kemur að hvalveiðum. Staðreyndin er sú að það er akkúrat ekkert sem mælir með því að Kristjáni Loftssyni sé leyft að veiða hval, aftur á móti eru mótrökin endalaus. Ég ætla ekki að telja upp öll rökin því ég gerði það um daginn í grein sem lesa má hér! Ný könnun maskínu sýnir að meirihluti landsmanna eru á móti hvalveiðum og þá sértstaklega unga fólkið. Þau sem styðja hvalveiðar virðast einungis vera eldra fólk sem enn trúir þeim mýtum að hvalir borða fiskinn frá okkur, að hvalkjöt sé hollt og að þetta sé arðbær grein fyrir þjóðarbúið, en eins og við vitum þá á þetta ekki við nein rök að styðjast. Sú gamla tugga sem sjálfstæðismenn, ungir sem aldnir viðhalda um að „þau styðji sjálfbærar hvalveiðar” er byggð á áratuga gömlum upplýsingum sem auk þess hafa verið hraktar og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Fylgi sjálfstæðisflokksins hríðfellur og mun halda áfram að falla á meðan þau viðhalda úr sér gengnum hugmyndum án tillits til neyðarástands í loftslagsbreytingum og vilja og framtíð ungs fólks í landinu. Það er eins og að dýfa sér í sápuóperu að skoða fjölskyldutengsl sjálfstæðismanna og auðmanna. Ég veit ekki hversu mikil meðvirkni ríkir í fjölskyldum almennt en þegar frænda gamla er farið að förlast, afneita loftslagsbreytingum eða hræðast útlendingana sem „hér eru að taka allt yfir” þá þarf góðlátlega að segja honum að setjast niður og halda sér til haga. Til að tæpa aðeins á því augljósa þá tengist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigendum Hvals ehf. fjölskylduböndum. Einar Sveinsson föðurbróðir hans var ma. stjórnarformaður Hvals ehf, og Benedikt sonur Bjarna er í sambandi með Sunnevu Einars barnabarni Birnu Loftsdóttur sem er annar stærsti eigandi Hvals ehf. og einnig systir Kristjáns. Það er því allt hið vandræðalegasta mál þegar valdamiklir menn hafa ekki einu sinni stjórn á eigin fjölskyldu hvað þá samflokksmönnum. Enn undarlegra er það að hætta á að grafa undan trausti almennings og kjósenda sinna með því að svo augljóslega veita fjölskylduvinum undanþágur frá lögum og reglum þessa lands. Skoðum bara nokkur dæmi þess að Hvalur hf. fór ekki að lögum,uppfylltu ekki skilmála í veiðileyfi eða brutu reglur.. 2014 Kristján Loftsson fékk undanþágu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni þáverandi umhverfis- og auðlindamálaráðherra til að brugga bjór úr hvalmjöli sem Matvælastofnun hafði synjað tvívegis til notkunar í dýrafóður, það uppfyllti ekki einu sinni skilyrði fyrir gæludýrafóður. 2015 Hvalur hf. neitar að borga starfsmönnum launakröfur þrátt fyrir að hafa tapað dómsmáli sem kveður á um að þeir skuldi starfsmönnum vangoldin laun. 2018 Kristján Loftsson braut lög um stéttarfélög og vinnudeilur þegar hann bannaði starfsfólki sínu að vera í Verkalýðsfélagi Akraness vegna þess að stéttarfelagið stóð vörð um réttindi starfsfólks hans og vann málið fyrir dómi. 2018 Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra breytti reglugerði til að geta veitt Kristjáni Loftssyni endurnýjað starfsleyfi. En í reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum frá árinu 2009 (tók gildi 2010) segir að allur hvalskurður skuli fara fram innandyra þar sem um matvæli sé að ræða. Aldrei var farið eftir þessari reglugerð hjá fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, Hval hf. Hvalur hf. Hefur nú enn og aftur beðið umhverfisráðherra um undanþágu frá reglum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Kristján Loftsson er svo viss um að fá undanþáguna að honum datt ekki í hug að laga bara það sem hann var beðinn um að laga. Hann hefur hins vegar eytt ótrúlegum fjárhæðum í lögmannateymi sem pönkast hefur í Matvælastofnun síðustu mánuði vegna skýrslu þeirra sem sýnir svo ekki sé um villst að hann fer ekki að lögum um velferð dýra við veiðar á langreyðum. En að ganga frá olíutanki sem lekur og tryggja að opið vatnsból mengist ekki, það datt honum ekki í hug að eyða fjármagni í, því Gulli í umhverfisráðuneytinu er örugglega alveg til í að láta það slæda. Það er vægast sagt ógeðslegt að fylgjast með spillingunni sem leyfir manni sem ítrekað brýtur lög og reglur þessa lands að murka lífið úr hvölum, bara afþví bara, honum finnst það skemmtilegt.. Við sem þjóð þurfum að rísa upp í þessu máli sem og í öðrum, ef við getum ekki einu sinni hætt hvalveiðum til að sporna við loftslagsbreytingum hvað getum við þá gert? Ef þetta augljósa hagsmunaárekstra og spillingarmál er ekki stöðvað, hvað önnur mál munu þá halda áfram að grassera og ná brautargengi þessarrar ríkisstjórnar? Traust til ríkisstjórnarinnar er í sögulegu lágmarki og þau þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara að vilja þjóðarinnar í þessu máli svo og öðrum! Ríkisstjórnin stendur ekki vörð um velferð dýra á Íslandi, það er ekki búið að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson murki lífið úr allt að 209 hvölum í sumar. Við skulum sýna að okkur sé ekki sama í dag kl 14:00, en þá hefst samstöðuganga gegn hvalveiðum og ég hvet öll til að mæta á Fífill, bát Eldingar í Gömlu höfninni í Reykjavík. Hér má sjá viðburðinn á Facebook! Höfundur er umhverfis- og dýraverndarsinni og varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftirlitskerfin okkar eru öll brotin, Kristján Loftsson hefur fengið undanþágur frá Fiskistofu, MAST, Umhverfisráðuneytinu og Matvælaráðuneytinu til að stunda sín dráp þrátt fyrir að margbrjóta allar reglur sem gilda um veiðar og meðhöndlun matvæla og það er einungis vegna tengsla hans við innsta kopp sjálfstæðismanna. Þetta er táknmynd spillingar á Íslandi og þetta þarf að stöðva. Það er sjaldan sem sést svo skýrt hvaða vankantar eru á kerfinu okkar og hversu mikla spillingu það býður upp á eins og þegar kemur að hvalveiðum. Staðreyndin er sú að það er akkúrat ekkert sem mælir með því að Kristjáni Loftssyni sé leyft að veiða hval, aftur á móti eru mótrökin endalaus. Ég ætla ekki að telja upp öll rökin því ég gerði það um daginn í grein sem lesa má hér! Ný könnun maskínu sýnir að meirihluti landsmanna eru á móti hvalveiðum og þá sértstaklega unga fólkið. Þau sem styðja hvalveiðar virðast einungis vera eldra fólk sem enn trúir þeim mýtum að hvalir borða fiskinn frá okkur, að hvalkjöt sé hollt og að þetta sé arðbær grein fyrir þjóðarbúið, en eins og við vitum þá á þetta ekki við nein rök að styðjast. Sú gamla tugga sem sjálfstæðismenn, ungir sem aldnir viðhalda um að „þau styðji sjálfbærar hvalveiðar” er byggð á áratuga gömlum upplýsingum sem auk þess hafa verið hraktar og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Fylgi sjálfstæðisflokksins hríðfellur og mun halda áfram að falla á meðan þau viðhalda úr sér gengnum hugmyndum án tillits til neyðarástands í loftslagsbreytingum og vilja og framtíð ungs fólks í landinu. Það er eins og að dýfa sér í sápuóperu að skoða fjölskyldutengsl sjálfstæðismanna og auðmanna. Ég veit ekki hversu mikil meðvirkni ríkir í fjölskyldum almennt en þegar frænda gamla er farið að förlast, afneita loftslagsbreytingum eða hræðast útlendingana sem „hér eru að taka allt yfir” þá þarf góðlátlega að segja honum að setjast niður og halda sér til haga. Til að tæpa aðeins á því augljósa þá tengist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigendum Hvals ehf. fjölskylduböndum. Einar Sveinsson föðurbróðir hans var ma. stjórnarformaður Hvals ehf, og Benedikt sonur Bjarna er í sambandi með Sunnevu Einars barnabarni Birnu Loftsdóttur sem er annar stærsti eigandi Hvals ehf. og einnig systir Kristjáns. Það er því allt hið vandræðalegasta mál þegar valdamiklir menn hafa ekki einu sinni stjórn á eigin fjölskyldu hvað þá samflokksmönnum. Enn undarlegra er það að hætta á að grafa undan trausti almennings og kjósenda sinna með því að svo augljóslega veita fjölskylduvinum undanþágur frá lögum og reglum þessa lands. Skoðum bara nokkur dæmi þess að Hvalur hf. fór ekki að lögum,uppfylltu ekki skilmála í veiðileyfi eða brutu reglur.. 2014 Kristján Loftsson fékk undanþágu hjá Sigurði Inga Jóhannssyni þáverandi umhverfis- og auðlindamálaráðherra til að brugga bjór úr hvalmjöli sem Matvælastofnun hafði synjað tvívegis til notkunar í dýrafóður, það uppfyllti ekki einu sinni skilyrði fyrir gæludýrafóður. 2015 Hvalur hf. neitar að borga starfsmönnum launakröfur þrátt fyrir að hafa tapað dómsmáli sem kveður á um að þeir skuldi starfsmönnum vangoldin laun. 2018 Kristján Loftsson braut lög um stéttarfélög og vinnudeilur þegar hann bannaði starfsfólki sínu að vera í Verkalýðsfélagi Akraness vegna þess að stéttarfelagið stóð vörð um réttindi starfsfólks hans og vann málið fyrir dómi. 2018 Kristján Þór Júlíusson, þáverandi sjávarútvegsráðherra breytti reglugerði til að geta veitt Kristjáni Loftssyni endurnýjað starfsleyfi. En í reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum frá árinu 2009 (tók gildi 2010) segir að allur hvalskurður skuli fara fram innandyra þar sem um matvæli sé að ræða. Aldrei var farið eftir þessari reglugerð hjá fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, Hval hf. Hvalur hf. Hefur nú enn og aftur beðið umhverfisráðherra um undanþágu frá reglum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Kristján Loftsson er svo viss um að fá undanþáguna að honum datt ekki í hug að laga bara það sem hann var beðinn um að laga. Hann hefur hins vegar eytt ótrúlegum fjárhæðum í lögmannateymi sem pönkast hefur í Matvælastofnun síðustu mánuði vegna skýrslu þeirra sem sýnir svo ekki sé um villst að hann fer ekki að lögum um velferð dýra við veiðar á langreyðum. En að ganga frá olíutanki sem lekur og tryggja að opið vatnsból mengist ekki, það datt honum ekki í hug að eyða fjármagni í, því Gulli í umhverfisráðuneytinu er örugglega alveg til í að láta það slæda. Það er vægast sagt ógeðslegt að fylgjast með spillingunni sem leyfir manni sem ítrekað brýtur lög og reglur þessa lands að murka lífið úr hvölum, bara afþví bara, honum finnst það skemmtilegt.. Við sem þjóð þurfum að rísa upp í þessu máli sem og í öðrum, ef við getum ekki einu sinni hætt hvalveiðum til að sporna við loftslagsbreytingum hvað getum við þá gert? Ef þetta augljósa hagsmunaárekstra og spillingarmál er ekki stöðvað, hvað önnur mál munu þá halda áfram að grassera og ná brautargengi þessarrar ríkisstjórnar? Traust til ríkisstjórnarinnar er í sögulegu lágmarki og þau þurfa að hysja upp um sig buxurnar og fara að vilja þjóðarinnar í þessu máli svo og öðrum! Ríkisstjórnin stendur ekki vörð um velferð dýra á Íslandi, það er ekki búið að koma í veg fyrir að Kristján Loftsson murki lífið úr allt að 209 hvölum í sumar. Við skulum sýna að okkur sé ekki sama í dag kl 14:00, en þá hefst samstöðuganga gegn hvalveiðum og ég hvet öll til að mæta á Fífill, bát Eldingar í Gömlu höfninni í Reykjavík. Hér má sjá viðburðinn á Facebook! Höfundur er umhverfis- og dýraverndarsinni og varaþingkona Pírata.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun