„Litlir hundar sem gelta hátt“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 23:15 Höskuldur með boltann í leiknum í kvöld. Hulda Margrét „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira