Leikmenn og þjálfarateymi Víkinga voru vægast sagt ósáttir við dómgæsluna í leiknum en þeir vildu meina að leiktíminn hefði verið liðinn þegar Klæmint Olsen jafnaði metin fyrir Breiðablik með síðasta sparki leiksins. Bæði mörk Breiðabliks komu í uppbótartíma síðari hálfleiks.
Þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari flautaði leikinn af þá óðu leikmenn beggja liða í hvorn annan þangað til aðrir þurftu að skerast í leikinn og stía menn í sundur. Hófust lætin eftir að Logi Tómasson, leikmaður Víkings, hrinti Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, í jörðina en áður hafði Sölvi Geir Ottesen, einn af aðstoðarþjálfurum Víkins, fengið rautt spjald fyrir mótmæli.
Sjón er hins vegar sögu ríkari en lætin eftir leikslok má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.