„Ein og hálf fokking mínúta“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 22:11 Arnar var allt annað en sáttur með Ívar Orra dómara. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. „Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10