Lilja undirbýr breytingar á auglýsinga-málum Ríkisútvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:45 Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir umhverfi fjölmiðla hafa gjörbreyst á undanförnum áratug. Hún vonar að frumvarp hennar um fjölmiðla komi fram á næsta haustþingi. Stöð 2/Arnar Menningarmálaráðherra er að undirbúa starfshóp til að útfæra breytingar á auglýsingamálum Ríkisútvarpsins með það að markmiði að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Þá leggi hún vonandi fram frumvarp í haust um heildarstefnumótun fyrir íslenska fjölmiðla. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05
Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31
Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49