Rúnar Páll: Fannst við rændir þessum sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júní 2023 22:00 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir gerði 3-3 jafntefli í hádramatískum leik við KR fyrr í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var mjög ósáttur í leikslok. „Mér fannst við rændir þessum sigri, við vorum klaufar að reyna að spila eitthvað úti í horninu og svo skora þeir þetta handboltamark.“ Handboltamarkið sem Rúnar talar um er jöfnunarmark KR eftir að Fylki tókst að komast 3-2 yfir. Markið skoraði Theodór Elmar Bjarnason en það var vafaatriði hvort boltinn hefði farið í hausinn eða höndina á honum. Í endursýningum eftir leik mátti þó sjá að boltinn fór í andlit Theodórs Elmars. „Mér fannst það frekar dapurt, annað skipti sem við töpum á einhverju handboltadæmi hérna í sumar. Það er bara eins og það er, ég er fúll yfir því en mér fannst KR-ingar samt taka yfir leikinn eftir að við komumst yfir 3-2.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á að herja á mark hvors annars. Fylkir komst snemma yfir en fundu sig svo 2-1 undir aðeins nokkrum mínútum síðar. Þeir náðu að setja jöfnunarmark fyrir hálfleik, komu svo af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og komust aftur yfir. „KR byrjar leikinn betur en við, fyrstu tuttugu mínúturnar, síðan tókum við algjörlega yfir síðustu 20-25 mínútur í fyrri hálfleik. Komumst svo sanngjarnt yfir og vorum bara hrikalega öflugir, en síðan þegar við skorum [þriðja markið] þá tók KR bara aftur yfir og jöfnuðu þennan leik.“ En hvað hefði Fylkir getað gert betur í þessum leik til að sækja sigurinn? „Bara halda áfram þessari frábæru pressu sem við vorum með í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst yfir og ekki hörfa, halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Við bökkuðum ósjálfrátt, þrátt fyrir köll inn á völlinn að halda áfram pressunni, þetta gerist oft með lið og ég hef svosem litlar skýringar á því,“ svaraði Rúnar. Besta deild karla Fylkir KR Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Mér fannst við rændir þessum sigri, við vorum klaufar að reyna að spila eitthvað úti í horninu og svo skora þeir þetta handboltamark.“ Handboltamarkið sem Rúnar talar um er jöfnunarmark KR eftir að Fylki tókst að komast 3-2 yfir. Markið skoraði Theodór Elmar Bjarnason en það var vafaatriði hvort boltinn hefði farið í hausinn eða höndina á honum. Í endursýningum eftir leik mátti þó sjá að boltinn fór í andlit Theodórs Elmars. „Mér fannst það frekar dapurt, annað skipti sem við töpum á einhverju handboltadæmi hérna í sumar. Það er bara eins og það er, ég er fúll yfir því en mér fannst KR-ingar samt taka yfir leikinn eftir að við komumst yfir 3-2.“ Leikurinn var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á að herja á mark hvors annars. Fylkir komst snemma yfir en fundu sig svo 2-1 undir aðeins nokkrum mínútum síðar. Þeir náðu að setja jöfnunarmark fyrir hálfleik, komu svo af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og komust aftur yfir. „KR byrjar leikinn betur en við, fyrstu tuttugu mínúturnar, síðan tókum við algjörlega yfir síðustu 20-25 mínútur í fyrri hálfleik. Komumst svo sanngjarnt yfir og vorum bara hrikalega öflugir, en síðan þegar við skorum [þriðja markið] þá tók KR bara aftur yfir og jöfnuðu þennan leik.“ En hvað hefði Fylkir getað gert betur í þessum leik til að sækja sigurinn? „Bara halda áfram þessari frábæru pressu sem við vorum með í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst yfir og ekki hörfa, halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel. Við bökkuðum ósjálfrátt, þrátt fyrir köll inn á völlinn að halda áfram pressunni, þetta gerist oft með lið og ég hef svosem litlar skýringar á því,“ svaraði Rúnar.
Besta deild karla Fylkir KR Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira