Simmi Vill segir ríkistjórnina einfaldlega skipaða aumingjum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. júní 2023 12:03 Sigmar Vilhjálmsson er ósáttur með vinnubrögð ríkistjórnarinnar í tengslum við vaxtahækkanir í landinu. Vísir/Vilhelm „Ég segi það hér og nú þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson viðskiptamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, um ríkisstjórn Íslands. Hann segir ráðherrana stinga hausnum í sandinn og setja alla ábyrgð vaxtahækkana á Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra Íslands. Sigmar er heitt í hamsi í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna um stöðu samfélagsins í kjölfar frekari vaxtahækkana og spyr sig hvernig fólk eigi að hafa efni á að borga ört hækkandi húsnæðislán. Sigmar er ekki einn um það að bauna á stjórnvöld fyrir skort á viðbrögðum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur verið harðorð undanfarna viku og sömuleiðis verkalýðsfélögin. Þá hafa um tvö hundruð manns meldað sig á mótmæli á Austurvelli í dag klukkan 13. „Ekkert helvítis væl lengur. Berum glæpahyskið út,“ er yfirskrift mótmælanna. Lætur íslenska veðrið ekki trufla sig „Veðrið hefur ekki áhrif á mig sem betur fer en hef alveg samúð með þeim sem sveifla skapi út af veðri. Það er alveg ferlegt,“ segir Sigmar og heldur áfram: „En bættu svo ofan á það að verðbólgu hækkanir og húsnæðislán fólks hafa hækkað um 150 til 200 þúsund á einum mánuði. Hvernig á fólk að hafa efni á þessu?“ Sigmar gerðist boðflenna á árshátíð Alþingis um miðjan maí. Þar virtist fókus Sigmar reyndar á að dansa við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra frekar en að segja ráðherrum til syndanna. „Á sama tíma eru fréttir af methagnaði bankanna og að það eigi að setja launaþak á opinbera starfsmenn. Svo í alvöru mætir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og segir bara að þetta hafi verið lög sem voru sett á árið 2019. Þetta er svona 6,7 prósent hækkun sem eru 141 þúsund hækkun á til dæmis fjármálaráðherra,“ segir Sigmar og minnir á að Katrín hafi samþykkt lögin. Forsætisráðherra segir fyrirkomulagið gott Katrín rifjaði upp í samtali við fréttastofu í vikunni að fyrirkomulaginu hefði verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði Katrín aðspurð hvort hún skyldi gremju almennings vegna hækkananna. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. Hækka laun ráðherra en setja ábyrgð á seðlabankastjóra „það er algjörlega galið ef alþingismenn og ráðherrar ætla í alvöru að hækka laun sín sem þessu nemur og láta eins og ekkert sé og taka ekki ábyrgð,“ heldur Sigmar áfram og segir seðlabankastjóra hafa bent á að ríkisstjórnin þyrfti að sýna aðhald og draga úr kostnaði fyrir kjör landsmanna. „Ríkisstjórnin kennir seðlabankastjóra um allt og stingur hausnum í sandinn. Ég bara segir það hér og nú og ætla að tala íslensku, þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar og telur ráðherra ekki axla ábyrgð. „Nei nei nei Simmi, þetta verður þú að taka til baka,“ segir Hugi og reynir að malda í móinn. Samtal þeirra vina má heyra í heild sinni hér. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21 Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sigmar er heitt í hamsi í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna um stöðu samfélagsins í kjölfar frekari vaxtahækkana og spyr sig hvernig fólk eigi að hafa efni á að borga ört hækkandi húsnæðislán. Sigmar er ekki einn um það að bauna á stjórnvöld fyrir skort á viðbrögðum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur verið harðorð undanfarna viku og sömuleiðis verkalýðsfélögin. Þá hafa um tvö hundruð manns meldað sig á mótmæli á Austurvelli í dag klukkan 13. „Ekkert helvítis væl lengur. Berum glæpahyskið út,“ er yfirskrift mótmælanna. Lætur íslenska veðrið ekki trufla sig „Veðrið hefur ekki áhrif á mig sem betur fer en hef alveg samúð með þeim sem sveifla skapi út af veðri. Það er alveg ferlegt,“ segir Sigmar og heldur áfram: „En bættu svo ofan á það að verðbólgu hækkanir og húsnæðislán fólks hafa hækkað um 150 til 200 þúsund á einum mánuði. Hvernig á fólk að hafa efni á þessu?“ Sigmar gerðist boðflenna á árshátíð Alþingis um miðjan maí. Þar virtist fókus Sigmar reyndar á að dansa við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra frekar en að segja ráðherrum til syndanna. „Á sama tíma eru fréttir af methagnaði bankanna og að það eigi að setja launaþak á opinbera starfsmenn. Svo í alvöru mætir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og segir bara að þetta hafi verið lög sem voru sett á árið 2019. Þetta er svona 6,7 prósent hækkun sem eru 141 þúsund hækkun á til dæmis fjármálaráðherra,“ segir Sigmar og minnir á að Katrín hafi samþykkt lögin. Forsætisráðherra segir fyrirkomulagið gott Katrín rifjaði upp í samtali við fréttastofu í vikunni að fyrirkomulaginu hefði verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ sagði Katrín aðspurð hvort hún skyldi gremju almennings vegna hækkananna. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. Hækka laun ráðherra en setja ábyrgð á seðlabankastjóra „það er algjörlega galið ef alþingismenn og ráðherrar ætla í alvöru að hækka laun sín sem þessu nemur og láta eins og ekkert sé og taka ekki ábyrgð,“ heldur Sigmar áfram og segir seðlabankastjóra hafa bent á að ríkisstjórnin þyrfti að sýna aðhald og draga úr kostnaði fyrir kjör landsmanna. „Ríkisstjórnin kennir seðlabankastjóra um allt og stingur hausnum í sandinn. Ég bara segir það hér og nú og ætla að tala íslensku, þetta eru aumingjar,“ segir Sigmar og telur ráðherra ekki axla ábyrgð. „Nei nei nei Simmi, þetta verður þú að taka til baka,“ segir Hugi og reynir að malda í móinn. Samtal þeirra vina má heyra í heild sinni hér.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21 Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tókust á um stöðu verðbólgu og vaxta í Pallborðinu Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar mæta í Pallborðið með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. 30. maí 2023 12:21
Þorsteinn Víglundsson á villigötum Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. 27. maí 2023 14:00