Fundarhöld höfðu þá staðið frá klukkan átta í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef RÚV og haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, að viðræður hefðu þokast í rétta átt og að jákvætt sé að samtalinu verði fram haldið og þá er hefur verið boðað til nýs fundar klukkan 13 í dag. Það verður að koma í ljós hvort þessi miklu fundarhöld skili BSRB og SÍS kjarasamningi.
Verkföll BSRB hafa staðið yfir í vel rúmar tvær vikur en stigmögnun aðgerða hefur verið boðuð eftir helgi ef samningar nást ekki fyrir þann tíma en þær aðgerðir hafa áhrif á sumarnámskeið grunnskólabarna meðal annars.
Í gærkvöldi stóð BSRB fyrir baráttufundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði og þá stóðu foreldrar í Kópavogi fyrir öðrum baráttufundi í hádeginu í gær þar sem stappfullt var og mikill hugur í fólki.
Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að fundur yrði klukkan 11 í dag. Hið rétta er að hann hefst klukkan 13. Þá er það forrystufólk sem fundar en ekki samninganefndir.