Örlög besta íslenska CrossFit fólksins ráðast í Berlín næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir á möguleika á að vinna sér keppnisrétt á þrettándu heimsleikunum þar af í tólfta skiptið í einstaklingskeppninni. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á marga flotta keppendur í undanúrslitamóti Evrópu þar sem verður barist um laus sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira
Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Sjá meira