Gaupi fékk morðhótanir á miðju heimsmeistaramóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:01 Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson las í gær íþróttafréttir í síðasta skipti á Stöð 2. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson kláraði sína síðustu sjónvarpsvakt á Stöð 2 í gærkvöldi og eftir íþróttafréttirnar var Ísland í dag helgað honum og meira en þremur áratugum hans sem íþróttafréttamaður. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær. HM 2023 í handbolta Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira