Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 22:52 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira