Innlent

Bein út­sending: Fram­tíð mat­væla­fram­leiðslu á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9.
Fundurinn hefst klukkan 9. Matís

Matís stendur fyrir sérstöku málþingi um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi og hlutverk matvælarannsókna til að stuðla að sjálfbærri framleiðslu, nýsköpun og aukinni verðmætasköpun.

Málþingið hefst klukkan 9 og stendur til 12:30 en fundarstjóri er Bergur Ebbi Benediktsson.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilara að neðan.

Dagskrá:

Ávarp

  • Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar fundinn

Erindi

  • Rannsóknir á uppsjávarfiski
  • Rannsóknir á fiskeldi
  • Matvælaöryggi á Íslandi | nýjar áskoranir
  • Matvælaframleiðsla og loftlagsmál
  • Sjálfbær áburðarframleiðsla á Íslandi
  • Kátur er kjötfullur krummi
  • Íslenskt korn og fæðuöryggi
  • Rannsóknir og þróun nýpróteina
  • Eru þörungar matur framtíðarinnar?
  • Ný tækifæri í þörungarækt. Prof. Alejandro H. Buschmann
  • Umræður

Fundarstjórn:

  • Bergur Ebbi Benediktsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×